Verum óhrædd en gagnrýnin – Viðtal í Fréttablaðinu

Eftirfarandi er viðtal sem Fréttablaðið tók fyrir nokkru og birtist í sérblaði Fréttablaðsins um Greiðsluleiðir. Hér er óstytt útgáfa af viðtalinu.

Hvað er rafmyntDulkóðuð mynt, (einnig kallað rafeyrir eða netgjaldmiðill - cryptocucurrency á ensku), sem er gjaldmiðill hannaður í þeim tilgangi að eiga samskipti með greiðslur á stafrænu formi, tengt vissum grundvallaratriðum dulkóðunar með sérstakri tækni sem kallast á tæknimáli blockch...?
Rafmynt er gjaldmiðill á rafrænu formi, byggt á vissri tegund af dulkóðun sem er hönnuð í þeim tilgangi að senda á milli stafrænar upplýsingar með upphæðum á milli fólks. Það eru fjölmargar rafmyntir í gangi í dag, en hver og ein rafmynt tengist við sinn eigin bókhaldsreikning sem á tæknimálinu kallast „blockchainBlockchain er ný tækni sem er í raun dreifð og tímaröðuð færsluskrá sem er aðgengileg öllum sem tengjast viðkomandj kerfi og geymist ávallt áfram í heild sinni og býður þannig upp á fullkominn rekjanleika. Blockchain tæknin var upphaflega þróuð í tengslum við rafmyntina Bit...“ (sem má þýða t.d. sem „virðiskeðja“) en það er í rauninni einn stór reikningur sem heldur utan um allar færslur sem eiga sér stað á milli notenda og tryggir um leið að allar færslur séu raunverulegar.

Hverjir nota hana og í hvað?
Þeim fjölgar stöðugt sem taka við rafmynt um allan heim í dag, en er ennþá að ryðja sér til rúms sem almennur gjaldmiðill samhliða því sem þekking og skilningur á henni eykst. Í raun eru mjög margir, bæði einstaklingar og fyrirtæki byrjuð að nota rafmynt sín á milli og bara tímaspursmál um hvenær það verður orðið jafn algengt og að nota greiðslukort.  En það eru líka mismunandi ástæður sem fólk hefur fyrir að nota rafmynt, einhverjir líta á þetta sem nýja óháða og milliliða-lausa leið til að senda upphæðir sín á milli, á meðan aðrir eru að uppgötva hagkvæmnina, t.d. lægri færslugjöld, mun skemmri tíma á greiðslum (t.d. að senda greiðslur á milli landa) o.fl.  Og svo eru margir sem líta á þetta sem fjárfestingu, að kaupa rafmynt á sínu byrjunarstigi (á lágu gengi) og vænta svo þess að hagnast vel þegar gengið á viðkomandi rafmynt hækkar.

Hverjir hér á landi taka við rafmynt?
Það fer ekki mikið fyrir þeim eins og er, en það er nokkuð ljóst að það mun verða mjög áberandi á komandi tímum, og þá sérstaklega hverjir það verða sem byrja að bjóða upp á greiðslur með rafmynt. Þetta snýst jú allt um eftirspurn ásamt hagkvæmni fyrir kaupandann og eftir því sem fleiri og fleiri byrja að kynna sér þetta og fá sér rafmynt, byrjar það að verða eftirsóknarvert að taka við þannig greiðslum. Vissulega mikla margir fyrir sér hvað þetta geti mögulega verið of flókið að notast við, en þetta er í rauninni að mestu eins og fólk hér á landi er nú þegar byrjað að venjast með tilkomu snjall-símanna.  Nógu einfalt er að kveikja á viðkomandi snjall-forriti, tengja snjall-tækin saman með einfaldri aðgerð, og staðfesta upphæð sem skal senda á milli.

Hafa Íslendingar verið duglegir að tileinka sér notkun rafmyntar og er eftirsóknarvert að eiga innistæður í rafmynt?
Eins og aðrar tækninýjungar þá tekur það alltaf smá tíma fyrir nýja hluti að komast í almenna notkun, en við eigum það nú venjulega sameiginlegt að vera ansi fljót að meðtaka og byrja að nýta okkur það sem við finnum að gagnast okkur vel.  Fleiri og fleiri eru að byrja kynna sér málin og sérstaklega gaman er að sjá hversu mikið almenna umræðan hefur verið að aukast og þá um leið umfjallanir í íslenskum fjölmiðlum en fyrir ári síðan var varla minnst orði á rafmynt. Núna líður varla vika nema það sé komin einhver grein sem tengist rafmynt. Þó ekki væri nema fyrir forvitnis sakir, þá mæli ég með því að allir kynni sér málið og jafnvel fái sér a.m.k. smávegis inneign í rafmynt og læri grunn atriðin í notkun þess.  Þeim mun betri grunn skilning sem við höfum á því sem koma skal, þeim mun auðveldara verður fyrir okkur að nýta okkur það á þann hátt sem getur gagnast hverju og einu okkar. Hræðslan við það óþekkta er yfirleitt það sem heldur okkur frá áframhaldandi þróun. Verum óhrædd en samt gagnrýnin.

Hver er þekktasta og verðmætasta rafmyntin?
Bitcoin er vafalaust þekktasta og verðmætasta rafmyntin eins og er, en margar aðrar rafmyntir gætu alveg og eiga eflaust eftir að taka fram úr Bitcoin. Allar rafmyntir hafa sína kosti og galla, og Bitcoin svo hefur svo sannarlega rutt brautina fyrir aðrar rafmyntir.  Hér á Íslandi kannast eflaust margir við rafmyntina Auroracoin sem fór í gang fyrir nokkru síðan en hún væri frábær leið fyrir okkur Íslendinga til að byrja notkun á rafmynt okkar á milli.

Hvar kaupir maður rafmynt?
Það eru margar leiðir til að kaupa rafmynt á netinu, í gegnum kauphallir eða ýmis konar kaupþjónustur. Það taka hins vegar ekki allir við íslenskum kortum, þannig að kostir okkar Íslendinga eru aðeins takmarkaðri. Á myntfrelsi.is er hægt að sjá ýmsar leiðir sem virka í dag til að kaupa rafmynt, og einnig gefst áhugasömum kostur á ókeypis námskeiði í grunn notkun og kaup á rafmynt, þar sem nokkur atriði þurfa að vera á hreinu áður en haldið er af stað, eins og að setja upp rafrænt veskiSérhæfður búnaður til að geyma rafmynt. Hægt að fá bæði í sem hugbúnað  (í snjallsíma, tölvur eða reikning hjá netþjónustu) eða sem tækjabúnað (hardware wallet) til að geyma rafmynt í óháð internetinu og þar með oft notaður til að tryggja meira öryggi í inneignar..., öryggisatriði og hvernig millifærslur eru framkvæmdar. Svo er það íslenska kauphöllin ISX þar sem hægt er að kaupa Auroracoin, og allt í okkar séríslenska umhverfi.

Er skynsamlegt að fjárfesta í rafmynt nú, þegar hún hefur verið að falla í verði?
Margir myndu frekar líta á þetta sem tækifæri að kaupa rafmynt akkúrat núna, þegar hún fæst á útsölu. Rafmyntir munu hækka og lækka eins og annað, en hver og einn þarf að taka sína eigin upplýstu ákvörðun um hvenær skuli taka af skarið. Margir eiga eflaust líka erfitt með að skilja gengið á rafmyntunum hverju sinni, og býð ég því upp á einfalda myntbreytu á myntfrelsi.is þar sem hægt er að slá inn upphæðir nokkurra helstu gjaldmiðlana sem eru í gangi til að auðvelda áhugasömum að skilja verðmæti upphæðanna í þeim gjaldmiðli sem við erum vön að nota sjálf.

Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér þegar kemur að greiðsluleiðum með rafmynt?
Það mun líklega verða undantekning frekar en frekar en ekki hvort maður taki við rafmynt. Fjölmargir spennandi möguleikar eru í gangi, og ýmislegt nýtt sem opnast fyrir okkur sem neytendum og rekstraraðilum.  Bara spurning um að vera opin fyrir því sem koma skal. Annað hvort erum við undirbúin eða ekki.