Tækifærin er víða að finna – en hverju er hægt að treysta?

Þau eru fjölmörg tækifærin í einu eða öðru formi sem bjóðast í rafmyntarheiminum. Vissulega eru mörg sem hljóma ansi girnilega og mörg hver hálf ótrúlega, með ýmis loforð eða stórar yfirlýsingar um skjótfenginn hagnað.  Eins og okkur myndi langa til að trúa öllu góðu sem er sagt, þá er það nú svo að mikið af þessum tækifærum eru ekki alveg að styðjast við veruleikann, hvað þá sannleikann.

Mikið af fyrirtækjum eru að bjóða upp á námugraftarvinnslu gegn áskrift eða stöku upphafsgjaldi sem er svo sannarlega raunveruleg þjónusta og margir hafa ansi vel upp úr.  Einnig eru mörg sérhæfð fyrirtæki og þjónustur sem bjóða upp á viðskipti með gjaldeyri og hlutabréf, og þá ýmist með því að skaffa einstaklingum/fjárfestum tæknina og tólin til að geta stundað viðskiptin eftir eigin höfði, eða bjóða upp á þjónustu til að sjá um allt fyrir mann (greina, áætla, bóka, kaupa, selja etc.)

Svo eru öll þessi ICO sem eru sett í gang í hverri viku og standa mislengi yfir. Mörg hver eru með mjög sterkt bakland eða fyritæki á bakvið sig ásamt vel útfærðum og haldbærum viðskiptaáætlunum og/eða tengd við sérstök verkefni eða sérhæfða notkun sem eiga sér stað í raunveruleikanum. En ICO er líka leið sem margir hafa stokkið á til að fjármagna hin ýmsu verkefni sem hvorki eiga raunverulega samleið með rafmyntum eða hreinlega ekki á nægilega stöðugum grunni til að hægt sé að standast þær áætlanir sem þeim er ætlað (að maður tali nú ekki um þau sem standast enga skoðun hvað lög og reglu varðar).

Það þarf ekki að leita lengi á netinu til að finna alls konar tækifæri sem lofa hinu og þessu, en þá þarf að taka því öllu með stóískri ró og gefa sér smá (eða lengri) tíma í rannsóknarvinnu á viðkomandi fyrirtæki og þeirri þjónustu sem boðið er upp á.

 

Hugrenningar fyrir kalt mat

Er raunverulegt fyrirtæki á bakvið vefsíðuna sem býður upp á þjónustuna?
Heimilisfang? Símanúmer? Þjónustuborð?
Eru forsvarsmenn nafngreindir?
Hversu lengi hefur fyrirtækið verið í gangi?
Hversu auðvelt er að vera í samskiptum við fyrirtækið / þjónustuna í gegnum vefsíðuna?
Hversu auðvelt er að leggja inn fjármagn OG hversu auðvelt er að taka fjármagn út aftur?
Er gegnsæi á því hvernig þjónustan fer fram?
Hvernig fer ávöxtunin fram?
Er fullvíst að endurgreiðslur séu örugglega ekki fjármagnaðar með greiðslum nýrra þátttakenda?
Hvernig og hvenær er greitt til baka?
Hversu auðvelt er að sjá veltu og færslur hvers tímabils?
Hversu mikið virðist viðkomandi þjónusta/fyrirtæki vera auglýst?
Er mikið um rusl-pósta sendingar frá öðrum þátttakendum?
Er virkt samskiptanet (spjallsíður) á meðal þátttakenda?
Eru raunverulegir vitnisburðir til staðar, annað en það sem stendur á vefsíðu fyrirtækisins?
Þekkir þú einhvern sem er nú þegar þátttakandi sem er búinn að fá sína eigin persónulegu reynslu af viðkomandi tækifæri?
Hversu fljótt getur þú náð þinni upprunalegu fjárfestingu til baka?
Hvað segir tilfinningin í maganum?
Hverjir er kostir, og gallar?
Hvað líður þér vel með að prufa að fjárfesta í, með stórri eða smærri upphæð?
Er einhver sem getur aðstoðað þig persónulega til að fara í gegnum ferlið?
Hvaða þekkingu eða færni finnst þér þig vanta til að hafa heildarskilning á því sem málið snýst um?
Almenn skynsemi er holl í þessu sem öðru.

Tækifærin leynast inn á milli, en undir þér komið að finna og nýta þau réttu og aðskilja frá hisminu sem nóg er af.

 

Mælir þú með fleiri atriðum til að skoða þegar mat er lagt á viðskiptamódel tækifæris?
Sendu þína athugasemd á postur@myntfrelsi.is eða fylltu í formið (gagnleg) hér fyrir neðan.