Straumar og stefnur Bitcoin

Hvað er að gerast með Bitcoin?  Er það fallið? Eða…
Þetta eru eflaust hugrenningar sem fara í gegn hjá fólki sem er að fylgjast með vexti og gengi Bitcoin úr fjarlægð, og skiljanlega.  Eftir nær sleitulausa uppgöngu á verði Bitcoin upp í allt að 11 þúsund bandaríkjadollara, þá kom að ansi hressilegri dýfu (sem fór þó ekki neðar en u.þ.b. 9 þúsund dollara) þá fór enn ein (og frekar fyrirsjáanleg) hræðslualda um rafmyntarheiminn.  „Hvað nú?“ „Já, sko, ég vissi það!“ „Bitcoin-bólan er sprungin!“ „Þetta var allt bara svindl!“ “Scam!” “Ponzi!” o.fl. o.fl. Kinkaðu kolli ef þú heyrðir eitthvað svona.

Fyrir marga, aðeins sjóaðri, var þetta bara hefðbundið og tímabundið niðurstökk eins og gengur og gerist í heimi gjaldmiðla og víðar. Í raun var þetta augnablik sem mörgum hefur hlakkað til, af ýmsum mismunandi ástæðum.  Hvað ætli margir hafi stokkið til og keypt eins og þeir gátu af Bitcoin, nýtandi sér það tækifæri sem opnaðist þegar margir aðrir stukku til að selja, af hræðslu við að allt væri búið? En það er einmitt málið, og heyrðist allverulega af.  Að nota dýfurnar til að kaupa.

Eftir þessa athyglisverðu niðurdýfu er Bitcoin svo til aftur komið að mestu upp í það sem það var í áður en kom að dýfunni.  Hvað tók það marga daga (eða rétta sagt, klukkutíma)?

Ekkert lát virðist vera á streymi hefðbundnu gjaldmiðlanna yfir í rafmynt, og þá sérstaklega Bitcoin að sjálfsögðu, eins og sjá má á fiatleak.com.

Bitcoin í fréttum

Fyrir örfáum mánuðum síðan var það stórfrétt hér á landi (minnst 2 aðrir fjölmiðlar flutt af því fréttir) þegar Bitcoin komst upp yfir 4.000 dollara. Í lok október birtum við frétt þegar Bitcoin komst yfir 6.000 dollara.  Dagar líða og næsta þúsundi er náð, og svo það næsta, og næsta…. Hætt að verða frétt! Það væri í raun frekar frétt núna ef það myndi ekki hækka, akkúrat eins og gerðist núna við síðustu dýfu. Sumir að bíða eftir að allt springi, með glamrandi tennur eða tilbúna „Ég sagði það“-ræðu…. og svo hinir sem bíða í ofvæni eftir að geta keypt Bitcoin á útsöluverði, til að undirbúa sig fyrir næstu uppsiglingu.

Fleiri og fleiri eru að komast inn á þá skoðun að Bitcoin sé ekki bara .com bóla, sem mun springa og verða ónýtt, eins og „internetið“….   hóst (já einmitt)…  heldur sé bara að verða sterkara og sterkara í sessi, og um leið að ryðja brautina fyrir aðrar rafmyntir sem eru að komast meira og meira í notkun, í kjölfar Bitcoin.  Að sjálfsögðu er og verður aragrúi rafmynta sem munu aldrei komast lengra en í hugmyndaformi eða jafnvel rétt lifa af gangsetningarferlin (ICOs) og hverfa svo (ef ekkert haldbært var í gangi á bakvið þær). En þær rafmyntir sem raunverulega eru tengdar við eitthvað sem virkar og er notagildi í, og byggðar upp með sterkan og traustan grunn sem notendur geta reitt sig á, alveg óháð því hvort verðgildið haldist jafnt og stöðugt eða taki svona ofurvöxt eins og Bitcoin… þær munu sýna og sanna, í verki, hvað þetta snýst allt saman um.

 

Að vera með núna eða seinna – ekki lengur hvort

Hvar vilt þú vera í röðinni hvað varðar rafmyntir? Viltu bíða og sjá til hvað gerist, hvað allir hinir gera fyrst, svo kannski slá til, ef það er „öruggt“?  Eða viltu kynna þér málið nánar og sjá og skilja betur hvað þetta er rafmyntar-dæmi allt saman er og hvernig það virkar, og hvernig þú getur strax orðið virkur þátttakandi í þessu, á þeim forsendum sem þú kýst.

„Pro-active“ og „re-active“ eru athyglisverð orð úr enskunni.  Í sinni einföldustu mynd má segja að re-active sé sá sem fylgir straumnum og tekur því sem kemur þegar það berst með straumnum, hvaðan svo sem sá straumur barst.  Og svo er það pro-active…. þeir sem búa til og stjórna straumnum (eða hafa stóran þátt í því).

Allir hafa val.  Hvað velur þú?

 

Að læra um Bitcoin og rafmyntir almennt

Það er ótæmandi uppspretta af upplýsingum og fræðslu (í rituðu máli og myndböndum á netinu) þar sem hægt er læra um allt varðandi rafmyntDulkóðuð mynt, (einnig kallað rafeyrir eða netgjaldmiðill - cryptocucurrency á ensku), sem er gjaldmiðill hannaður í þeim tilgangi að eiga samskipti með greiðslur á stafrænu formi, tengt vissum grundvallaratriðum dulkóðunar með sérstakri tækni sem kallast á tæknimáli blockch..., hvaða svo sem hópi þú tilheyrir. Það er þó öllu takmarkaðra úrvalið á okkar kæru íslensku, en þó má finna fréttir og fleira inn á milli hjá fréttamiðlum okkar svo og hinum ýmsum áhugavefum og spjallhópum. Hér á Myntfrelsi.is munum við einnig leggja okkar af mörkum til að koma með reglulegar upplýsingar og fræðslu um rafmyntir og virkni og notkun þeirra. Nú þegar bjóðum við upp á ókeypis námskeið í grunnatriðum varðandi notkun Bitcoin (og þá um leið rafmynta almennt) sem hefur nú þegar fengið mjög góðar viðtökur. Fyrir þá sem vilja fá enn betri handleiðslu er einnig boðið að koma á einkanámskeið.

Aðalmálið er að þú lesandi góður finnir þér þinn farveg sem hentar þér til að læra að notfæra þér rafmynt og hvernig það getur gagnast þér nú þegar á margan hátt, svo og í nánustu framtíð.

Þitt er valið.