Sífellt fleiri stærri vefverslanir taka við rafmynt

Overstock.com var fyrsti verslunarvefurinn á netinu til að taka við greiðslum í bitcoin, en það var í janúar 2014. Í samstarfi við Coinbase (eins ef stærri kauphöllum rafmyntar) var viðskiptavinum gert kleift að kaupa allt frá sjónvarpstækjum og ferðatölvum til kodda og annarra húsgagna með bitcoin.

Nú hefur Overstock byrjað að taka einnig við greiðslum í yfir 60 fleiri tegundum rafmyntar, þar á meðal ether, litecoin, dash og bitcoin cash. Með þessu er Overstock að gefa viðskiptavinum sínum meira frelsi, frá hefðbundnu fjármálakerfunum. Eins má geta þess að planið hjá Overstock er að umbreyta allri rafmyntDulkóðuð mynt, (einnig kallað rafeyrir eða netgjaldmiðill - cryptocucurrency á ensku), sem er gjaldmiðill hannaður í þeim tilgangi að eiga samskipti með greiðslur á stafrænu formi, tengt vissum grundvallaratriðum dulkóðunar með sérstakri tækni sem kallast á tæknimáli blockch... sem þeir fá yfir í bitcoin (og veita endurgreiðslur líka í því formi þegar við á).

Fleiri vefverslanir eru einnig nú þegar að taka við greiðslum í bitcoin.

Expedia, ein af stærstu ferðabókunarvefsíðunnni á netinu, hefur tekið við greiðslum í bitcoin síðan í júní 2014.

eGifter selur gjafakort hjá verslunum (t.d. Amazon, JCPenny, Sephora, Home Depot o.fl.) sem taka ekki nú þegar við rafmyntum.

Foodler er pöntunarþjónusta fyrir yfir 20.000 veitingastaði. Foodler byrjaði að taka við greiðslum í bitcoin árið 2013 en umbreytir því svo í USD til að senda greiðslu áfram til viðkomandi veitingastaðar.

Newegg selur ýmis konar tækjabúnað og notar BitPay til að taka við greiðslum í rafmynt, en þó ekki fyrir allt sem þeir bjóða upp á ennþá (eða söluaðila sem selja í gegnum Newegg).

Shopify verslunarkerfið sem hýsir nú þegar yfir 75.000 vefverslanir hefur opið fyrir þann möguleika fyrir þá sem reka verslun hjá þeim að taka við greiðslum í bitcoin, með aðstoð BitPay.

Dish býður upp á gervihnattasjónvarp og internetþjónustu og er eitt stærsta fyrirtækið sem hefur byrjað að taka við greiðslum í rafmynt.

Jafnt og þétt heldur þetta áfram um allan heim og fyrr en varir verða komnir fjölmargir aðilar á Íslandi sem taka við greiðslum í rafmynt – og þá horfum við sérstaklega til Auroracoin sem er nú þegar búið að leggja mjög góðan grunn að greiðsluleiðum fyrir íslenska notendur og þjónustu- og söluaðila á Íslandi (meira um það síðar – en fylgjast má nánar með því á vefsíðunni aurarad.is).

Gagnlegir hlekkir
Overstock
Expedia
Shopify
Coinbase
BitPay
Auroracoin
Aurarad.is