Námskeið: Að kaupa Bitcoin hjá kaupþjónustu

Í þessu námskeið er farið í fyrstu skrefin sem hægt er taka inn í heim rafmynta. Hér er sýnt hvernig þú setur upp rafrænt veskiSérhæfður búnaður til að geyma rafmynt. Hægt að fá bæði í sem hugbúnað  (í snjallsíma, tölvur eða reikning hjá netþjónustu) eða sem tækjabúnað (hardware wallet) til að geyma rafmynt í óháð internetinu og þar með oft notaður til að tryggja meira öryggi í inneignar... fyrir Bitcoin, á netinu, ásamt því staðfestingarferli sem notandinn þarf að framkvæma til að tryggja aðganginn sinn. Í kjölfarið er svo stofnaður aðgangur hjá kaupþjónustu sem virkar fyrir okkur á Íslandi, ásamt öryggis-ferlinu sem þarf að fara í gegnum líka. Þátttakandinn er leiddur áfram og allt er sýnt á myndbandi til að auðvelda þetta eins og hægt er.

Að lokum er svo sýnt hvernig Bitcoin er pantað með greiðslukorti – sem millifærist svo sjálfkrafa inn á rafræna veskinu, tilbúið til notkunar fyrir þig, hvort sem þú vilt nota það áfram til einhverra hluta eða hafa það bara áfram í þinni vörslu og fylgjast með því (og sjá hvernig það breytist í verðgildi – eftir því sem gengið á Bitcoin breytist á markaðnum).

1. hluti - Uppsetning á rafrænu veski
2. hluti - Skráning hjá kaupþjónustu

ATH! UPPFÆRSLA Á LEIÐINNI

Hér er verið að notast við kaupþjónustu Coinmama en þeir hættu nýlega að taka við íslenskum greiðslukortum. Í staðinn fyrir Coinmama, þá getum við á Íslandi notað kaupþjónustuna Bitstamp.com – og það er því verið að uppfæra þetta námskeið þar sem við förum í gegnum allt ferlið þar til að kaupa Bitcoin (sem er meira að segja enn ódýrara en Coinmama).

3. hluti - Kaupa Bitcoin hjá kaupþjónustu