Morgan Spurlock tekur fyrir Bitcoin

Morgan Spurlock er þekktur fyrir að gera ýmsar athyglisverðar heimildarmyndir þar sem hann tekur fyrir sérstök málefni í þjóðfélaginu hverju sinni. Hér tók hann fyrir Bitcoin í þáttaröðinni InsideMan á vegum CNN, þar sem hann dýfir sér ofan í hvað Bitcoin er, hvernig það virkar og hvort hann geti lifað á því.

Morgan nálgast efnið á skemmtilegan hátt á mörgum sviðum og leitar svara hjá ýmsum aðilum í heimi Bitcoin, m.a. Andreas Antonopoulos og  Dan Kaminsky, og skoðar líka hvernig námugröftur (mining) fer fram. Á meðan framleiðsla myndarinnar fór fram notaði hans aðeins Bitcoin til að sjá hvort og hvernig hann gæti það. Myndin var gerð árið 2015 þegar enn færri voru farnir að taka við greiðslum með Bitcoin þannig að þetta var talsverð áskorun, eins og hann er þekktur fyrir að setja á sjálfan sig þegar hann setur sig inn í heim þess málefnis sem hann hefur tekið fyrir, eins og hann gerði svo eftirminnilega í myndinni Supersize me þegar hann hann ákvað að láta reyna á að hægt væri að lifa á matnum frá þeim án þess að það hefði nein heilsuspillandi áhrif á hann, eins og haldið hafði verið fram.

Lengd: 42 mín.

Hér er hægt að sjá meira stórskemmtilegt efni frá Morgan Spurlock á CNN, en einnig er hægt að sjá ítarlega upptalningu á afrekalistanum hans hjá imdb.com.