Mingo hefur forsölu á Mingocoin

Mingo er öflugt samskiptaforrit fyrir snjallsíma sem er þeim kostum gætt að einfalda samskipti notenda sín á milli, með því að tengja saman skilaboðavirkni mismunandi samskiptakerfa og samfélagsmiðla sem notendur eru nú þegar að nota (t.d. Skype, Facebook, Twitter, Steam o.fl.).

Með þessu er Mingo að sameina mörg aðskilin kerfi (og samfélagsmiðla) inn í eitt, og einnig marga aðskilda reikninga/aðganga úr sama kerfi eða samfélagsmiðli.

Núna er Mingo að stíga skrefið inn í heim rafmyntarinnar því nú er verið að bæta við möguleikanum að notendur geti líka sent rafmyntir á milli sín á einfaldan hátt (veskið verður fyrir margar mismunandi tegundir rafmynta – multicurrency).  Þetta er kærkominn möguleiki fyrir marga sem finnst of flókið að notast við rafrænu veskin sín og senda færslur á milli með hefðbundnum leiðum. Mörgum finnst líka erfitt að byrja nota rafmyntDulkóðuð mynt, (einnig kallað rafeyrir eða netgjaldmiðill - cryptocucurrency á ensku), sem er gjaldmiðill hannaður í þeim tilgangi að eiga samskipti með greiðslur á stafrænu formi, tengt vissum grundvallaratriðum dulkóðunar með sérstakri tækni sem kallast á tæknimáli blockch... vegna þess að það tekur smá tíma að kynna sér hvernig umsýsla með rafmynt virkar, en langflestir er nú þegar að nota samskiptaforrit á snjallsímunum sínum án vandræða. Aðstandendur Mingo vilja auðvelda notendum að byrja nota rafmynt og eru þar með að opna fyrir þennan möguleika, jafnframt því að boðið verður upp á kennslu í öllum helstu grunnatriðum varðandi notkun og umsýslu rafmyntar.

Samhliða þessu er Mingo að gefa út sýna eigin rafmynt sem kallast MingoCoin og gefst áhugasömum kostur á að taka þátt í útgáfunni (ICO) sem mun fara fram á vefsíðu Mingocoin þar sem hægt er að sjá allar nánari upplýsingar ásamt aðgerðaplani og samstarfsaðilum sem koma að verkefninu. Þar eru einnig hlekkir til að sækja Mingo forritið fyrir snjallsíma (Android og iPhone).

Hér er stutt kynning um MingoCoin: