ISX opnar fyrsta íslenska skiptimarkaðurinn fyrir Bitcoin

Það er með gleði og tilhlökkun sem okkur gefst sá heiður að tilkynna opnun viðskipta með rafmyntina Bitcoin hér á Íslandi. ISX er fyrsti íslenski skiptimarkaðurinn sem býður upp á viðskipti með rafmyntir, en upphaflega var byrjað að veita mögulega á viðskiptum með rafmyntina Auroracoin.

Áætlað var að opna fyrir viðskipti með Bitcoin um mitt sumar 2017 en sökum þess hve miklar breytingar voru yfirstandandi á Bitcoin en það sýndi sig m.a. í því að ný útgáfa spratt upp úr því sem heitir Bitcoin Cash og stóðu vonir til um að það tæki við af Bitcoin vegna þess hve „gömul“ tækni viðloðir virkni upprunalega Bitcoin. En þrátt fyrir mikið álag, hægan millifærsluhraða og óeðlilega há færslugjöld hjá Bitcoin, þá hefur það samt sem áður bara aukið í ef eitthvað er, eins og kom greinilega í ljós síðustu mánuði 2017 þegar gengi Bitcoin komst upp í 20 þúsund bandaríkjadali.

Markmið ISX er að gera viðskipti með rafmyntir eins einföld og skilvirk og mögulegt er og um leið tryggja notendum öruggt og íslenskt umhverfi með þessi viðskipti.

Eins og aðrir skiptimarkaðir rafmynta þá býður ISX upp á rafræn veskiSérhæfður búnaður til að geyma rafmynt. Hægt að fá bæði í sem hugbúnað  (í snjallsíma, tölvur eða reikning hjá netþjónustu) eða sem tækjabúnað (hardware wallet) til að geyma rafmynt í óháð internetinu og þar með oft notaður til að tryggja meira öryggi í inneignar... sem hægt er að millifæra rafmyntir inn á (núna Bitcoin og Auroracoin) en einnig auðvelt að millifæra greiðslur beint af íslenskum bankareikning.

Hingað til hefur ekki verið auðvelt fyrir okkur á Íslandi að kaupa og/eða stunda viðskipti með Bitcoin og aðrar rafmyntir þar sem flestar kauphallir og kaupþjónustur erlendis hafa ekki tekið við íslenskum greiðslukortum, og hefur því þurft að styðjast við hefðbundnar millifærslur á milli landa sem bæði taka óratíma og kosta sitt, fyrir utan þjónustugjöldin sem leggjast á kaup og sölu í hvert skipti.

Þóknun ISX  er aðeins 1% af hverri upphæð í kaup og sölu, þannig að nú hefur okkur boðist frábær kostur til að kaupa (og selja) Bitcoin.

Til að skrá sig inn hjá ISX þurfa notendur fyrst aðeins að gefa upp netfangið sitt, eftir að hafa lesið yfir skilmála ISX.

Svo tekur við sérhæft en frekar auðvelt auðkenningarferli í gegnum island.is þar sem auðkenna þarf sig með Íslykli eða rafrænum skilríkjum, eins og margir eru eflaust búnir að gera nú þegar í tengslum við ýmsar aðrar íslenskar þjónustuveitur á netinu.

Gefinn er kostur á að velja svo sitt eigið lykilorð eftir að tölvupóstur hefur verið sendur eftir að auðkenningarferlið hefur klárast.

Eins og hjá mörgum öðrum fjármálaþjónustum á netinu, þá býður ISX einnig upp á að notandinn virkji hjá sér tengingu við það sem kallast tvíþátta auðkenning (2 factor authentication), með snjallforritinu Google Authenticator, en með því þarf notandinn þá alltaf að gefa upp númer sem er gefið upp í símanum hans (númer sem breytist á 1 mínútu fresti) í hvert skipti sem hann skráir sig inn á reikning sinn hjá ISX.  Þó svo að ISX bjóði upp á fullkomlega öruggt viðskiptakerfi, þarf hver og einn notandi líka að passa upp á sín eigin öryggismál og að bjóða ekki hættunni heim með því að nýta sér ekki allar öryggisleiðir sem eru í boði.

Við hvetjum alla til að skoða ISX, stofna reikning og prufa ferlið. Fyrr en varir verður rafmyntar-menningin komin að fullu til okkar og hægt verður að greiða fyrir flestar vörur og þjónustur með rafmyntDulkóðuð mynt, (einnig kallað rafeyrir eða netgjaldmiðill - cryptocucurrency á ensku), sem er gjaldmiðill hannaður í þeim tilgangi að eiga samskipti með greiðslur á stafrænu formi, tengt vissum grundvallaratriðum dulkóðunar með sérstakri tækni sem kallast á tæknimáli blockch.... ISX er svo sannarlega búið að taka mörg skref í að gera okkur það mögulegt.

Sjá nánar um ISX.is hér.