Hvar kaupi ég bitcoin?

Það eru ýmsar leiðir til að fá sér Bitcoin, en þó mis auðveldar.

 

Kauphallir

Hægt er að stofna reikning hjá ýmsum kauphöllum og versla þar Bitcoin.  Sjá upptalningu á ýmsum kauphöllum hér.
Við viljum sérstaklega benda á að núna er líka hægt að stunda viðskipti með bitcoin á ISX.IS sem er kærkominn kostur fyrir okkur á Íslandi (og þá um leið sá ódýrasti) og allt í okkar séríslenska umhverfi. ISX var sérstaklega sett upp á sínum tíma til að bjóða upp á viðskipti með Auroracoin.

Kaupþjónustur

Einnig eru fjölmargar vefsíður sem bjóða upp á sérstaka kaupþjónustu á Bitcoin og þá yfirleitt hægt að greiða með greiðslukorti. Það eru þó enn nokkrar hindranir í gangi með að opið sé fyrir notkun á íslenskum greiðslukortum. Akkúrat núna virkar að kaupa bitcoin o.fl. rafmyntir hjá Bitstamp.net og Blockchain.com.
Einnig er í boði ókeypis námskeið þar sem þú sérð helstu grunn atriðin, þ.e. uppsetning á veski, skráning hjá kaupþjónustu, ýmis öryggisatriði sem þarf að huga að, og millifærslur. Sjá námskeið hér.

Ef þú veist um fleiri kaupþjónustur sem virka með íslensku greiðslukorti, sendu okkur vinsamlegast ábendinu á postur@myntfrelsi.is.

Nánari upplýsingar um fleiri möguleika birtast hér fljótlega.

Þú getur líka skráð þig á póstlistann og/eða verið vinur okkar á Facebook til að fá tilkynningar um þegar nýtt og nytsamlegt efni eins og þetta er komið inn á vefinn.