Bitcoin er gjaldmiðill á rafrænu formi, rafmyntDulkóðuð mynt, (einnig kallað rafeyrir eða netgjaldmiðill - cryptocucurrency á ensku), sem er gjaldmiðill hannaður í þeim tilgangi að eiga samskipti með greiðslur á stafrænu formi, tengt vissum grundvallaratriðum dulkóðunar með sérstakri tækni sem kallast á tæknimáli blockch... (einnig kallað rafeyrir eða netgjaldmiðill), sem byggð á vissri tegund af dulkóðun, gerir fólki kleift að nota sín á milli.

Bitcoin er fyrsta ómiðlæga rafmyntin (decentralizedÓmiðlæg [rafmynt], þeas. gjaldmiðill sem er ekki stýrt af seðlabanka (sem er oft kallað á ensku "fiat" gjaldmiðill). digital currency).

Bitcoins eru rafrænir peningar sem þú getur sent í gegnum internetið.

Bitcoins peningar eru sendir beint frá manni til manns í gegnum internetið án þess að fara í gegnum banka eða aðra fjármálastofnun, og sleppa þar með við há færslugjöld (og þar með einnig tímann sem það tekur venjulega).

Þú getur notað Bitcoin hvar í heiminum sem er.

Allir, þ.á.m. fólk sem á ekki sinn eiginn bankareikning (í bankakerfinu) geta byrjað að nota Bitcoin (eins og flestar aðrar rafmyntir).

Það eru engir skilmálar sem þarf að uppfylla eða hömlur sem halda þér frá því að geta notað Bitcoin annað en þín eigin kunnátta í að notfæra þér þessa nýju tækni.


Skoðum aðeins betur hvernig þetta virkar:

  • Það eru nú þegar allnokkrar kauphallir þar sem þú getur keypt og selt Bitcoin peninga fyrir dollara, evrur o.fl.
  • Bitcoin peningarnir þínir eru geymdir í stafrænu veskiSérhæfður búnaður til að geyma rafmynt. Hægt að fá bæði í sem hugbúnað  (í snjallsíma, tölvur eða reikning hjá netþjónustu) eða sem tækjabúnað (hardware wallet) til að geyma rafmynt í óháð internetinu og þar með oft notaður til að tryggja meira öryggi í inneignar... sem þú setur upp í símanum eða tölvunni þinni.
  • Að senda Bitcoin peninga á milli er eins einfalt og að senda tölvupóst.
  • Nú þegar er hægt að kaupa næstum hvað sem er með B
  • Bitcoin netið er tryggt af fjölmörgum einstaklingum sem kallast “námuvinnuaðilar” (miners).
  • Námuvinnuaðilar eru umbunaðir fyrir að staðfesta millifærslur.
  • Eftir að millifærslur hafa verið staðfestar eru þær vistaðar í opnu bókhaldi (ledger).
  • Bitcoin kerfið sendir færslur beint á milli notenda, án milligönguaðila, sem eru svo staðfestar af kjarneiningum (nodes) á netinu og skráð um leið í opinbera og dreifða aðalbók (ledger) sem kallast á tæknimáli “blockchainBlockchain er ný tækni sem er í raun dreifð og tímaröðuð færsluskrá sem er aðgengileg öllum sem tengjast viðkomandj kerfi og geymist ávallt áfram í heild sinni og býður þannig upp á fullkominn rekjanleika. Blockchain tæknin var upphaflega þróuð í tengslum við rafmyntina Bit...”.
  • Blockchain er í raun sérstök tækni sem byggist á að allar færslur er hægt að rekja, svo sem hvaðan þær komu, hvenær (tímasetningu) og hvert þær fóru o.fl., í samhangandi sögu sem staðfestir hverja hreyfingu sem hefur átt sér stað fyrir hvern og einn sem um ræðir hverju sinni frá upphafi fyrstu skráningar (Þetta þýðir að ekki væri hægt að eyða eða fela færslu, t.d. af eiganda bifreiðar sem greitt hefur með Bitcoin vegna tjóns á henni).

Bitcoin rafmyntin hefur opnað fyrir stóra flóðgátt af nýsköpunarmöguleikum.

Hugbúnaðurinn á bakvið Bitcoin er fullkomlega opinn fyrir öllum sem vilja skoða hann (Margir hafa reynt að búa til ýmsar tegundir af eftirlíkingum sem flestar verða að engu en sumar ná þó nægilegri fótfestu til að verða að einhverju nothæfu).

Bitcoin var sett í gang árið 2009 en ekki er vitað hver eða hverjir stóðu raunverulega að Bitcoin upphaflega (þ.e. kóðanum sem Bitcoin byggist á) en það var undir dulnefninu Satoshi Nakamoto.

Hægt er að framleiða Bitcoin rafmynt (eins og aðrar rafmyntir) með ferli sem kallast námuvinnsla (e. mining) en til þess þarf sérstakan tölvubúnað sem nýtir sér reiknigetu örgjörva sem hægt er að fá sérútbúna til þess verks. Einnig er hægt að notast við örgjörva úr hefðbundnum tölvum og þá sérstaklega í háhraða skjákortum. Þessi námuvinnsla á Bitcoin er nú þegar komin svo langt að sífellt erfiðara verður að stunda það til vænlegs árangurs nema vera með virkilega stóra samsetningu af tölvubúnaði (miðað við að einu sinni nægði áhugasömum að hafa smá forrit í gangi í tölvunni sinni í námuvinnslu).

Margir, bæði einstaklingar og fyrirtæki, eru nú þegar farnir að sérhæfa sig í námuvinnslu rafmynta og bjóða búnað sinn til leigu, sem gerir fólki þar með kleift að taka áfram þátt í námuvinnslu þó það eigi ekki sinn eigin tölvubúnað til þess.

Það má með sanni segja að rafmynt sé að breyta fjármálaheiminum á svipaðan hátt og internetið breytti útgáfuiðnaðinum, svo dæmi sé tekið. Bitcoin er aðeins fyrsta rafmyntin sem er nú þegar búin að ná svona langt nú þegar, en margar fleiri rafmyntir munu fylgja í kjölfarið og jafnvel ná enn lengra en Bitcoin.

Hver sem er getur byrjað að nota Bitcoin og það kostar ekkert, nema færslugjöldin hjá þeim þar sem maður kaupir Bitcoin rafmyntina. Þessi færslugjöld eru þó margfallt minni en hjá hefðbundnum fjármálafyrirtækjum, svo sem bönkum, greiðslukortaþjónustum o.fl.  Það eru heldur ekki neinar bakgreiðslur, fit-gjöld né vextir. Rafmyntin er sjálf eigin breytingum háð í verðmæti eins og hægt er að fylgjast með frá degi til dags.

Síðan Bitcoin var sett í gang árið 2009 þá hefur hún vaxið hraðar í verði en nokkur önnur rafmynt á markaðnum og margir hafa hagnast all verulega á því. Á síðustu sjö árum hefur Bitcoin hækkað að verðgildi úr $1 árið 2011 upp í $2700 árið 2017.
Sífellt fleiri söluaðilar um allan heim, og þar með talið á internetinu, hafa farið að taka við greiðslum í Bitcoin og þar með er komið áþreifanlegt og raunverulegt notagildi fyrir þessa mynt hjá almenningi og til að byrja að nota Bitcoin sömueiðis. Eftirspurnin eftir Bitcoin fer sífellt vaxandi. En þar sem endanlegt hámark er á því hversu mikið af Bitcoin verður gefið út (gagnstætt því sem á við um seðlabanka ríkja sem geta endalaust prentað meira af peningaseðlum eftir hentisemi sem að óbreyttu rýrir viðkomandi mynt að verðgildi með því að valda verðbólgu) þá er ekki ólíklegt að verðgildi Bitcoin fari áfram hækkandi að óbreyttu (en þó með hugsanlegum sveiflum í verðgildi eins og við á um hlutabréfamarkaði).

Margir sérfræðingar í bransanum hafa nú þegar spáð fyrir um það að í lok 2018 muni verðgildi Bitcoin hafa náð 6.000 USD. Sumir ganga jafnvel svo langt í spá sinni að á næstu 10 árum muni verðgildið fara upp í 1 milljón USD.

Það er varla að ástæðulausu að menn meðal þeirra ríkustu auðjöfra eins og Bill Gates og Richard Branson eru að fjárfesta í Bitcoin.

Það besta er að allir geta tekið þátt og keypt sjálfir Bitcoin rafmynt fyrir hvaða upphæð sem er.

Ein eining í Bitcoin rafmyntinni er venjulega skrifað sem 1 BTC, en það er hægt að rita verðgildið með allt að 8 aukastöfum (eins og margar aðrar rafmyntir), t.d. 1,00345921 BTC, sem er mjög gott að geta notast við þar sem verðgildið fer sífellt hækkandi.

Smærri mælieiningar af Bitcoin munu því verða áberandi líka, svo sem mBTC (milli-Bitcoin) sem jafngildir 0,001 BTC og μBTC (micro-Bitcoin) sem jafngildir 0,000001 BTC.

Árið 2016 voru næstum 1.000 nýjar rafmyntir komnar af stað og sumar þeirra hafa góðan möguleika á að vaxa jafn hratt að verðgildi og Bitcoin. Nú þegar að leika sumar þeirra stórt hlutverk í fjármálaheiminum á meðal áhuga- og atvinnufjárfesta.

Í febrúar 2015 voru yfir 100.000 viðskiptaaðilar sem tóku við Bitcoin rafmynt sem greiðslumiðli.

Í rannsókn á vegum Cambridge University sem gerð var á fyrri hluta 2017 eru nálægt sex milljónir einstaklinga sem nota veski fyrir rafmynt og flest af þeim nota Bitcoin.

 


Nánari upplýsingar um Bitcoin
:
Hvar og hvernig kaupi ég bitcoin?
Ókeypis námskeið í notkun Bitcoin
bitcoin.com – aðal vefsíða Bitcoin rafmyntarinnar, en það eru margar aðrar sem fjalla ítarlega um bitcoin og aðrar rafmyntir.
fiatleak.com – vefsíða sem sýnir rauntímaflæði í heiminum þar sem verið er að kaupa Bitcoin með öðrum gjaldmiðlum.
blockchain.info – vefsíða sem fjallar um blockchain tæknina. Einnig er hægt að fá þar Bitcoin veski fyrir síma og tölvu.