Hræringar rafmynta í Asíu

Síðustu vikur hafa ýmsar breytingar verið eiga sér stað í Kína gagnvart Bitcoin, og í raun rafmyntum í heildina.  Það hristist allverulega rafmyntarheimurinn þegar Kína skar upp herör gagnvart þeim fjölmörgu aðilum sem voru farnir að nota ICO (gangsetningu á nýrri rafmyntDulkóðuð mynt, (einnig kallað rafeyrir eða netgjaldmiðill - cryptocucurrency á ensku), sem er gjaldmiðill hannaður í þeim tilgangi að eiga samskipti með greiðslur á stafrænu formi, tengt vissum grundvallaratriðum dulkóðunar með sérstakri tækni sem kallast á tæknimáli blockch...) til að fjármagna viðskiptatækifæri af öllum stærðum og gerðum og þar af mörg hver sem voru einungis sett fram til að ná peningum af fólki án þess að vera með eitthvað haldbært og framkvæmanlegt viðskiptaplan til staðar, og það var þá um leið að draga úr trúverðugleika á þeim sem voru sannarlega með raunverulegt dæmi í gangi. Eðlilega þurfti að koma böndum á þetta flóð og ákváðu því yfirvöld Kína að banna öll ICOs þar í landi, þar til hægt væri að koma því inn í það regluverk sem yfirvöld setja upp og hafa undir eftirliti, og þá ekki síst til að varðveita almenning frá því að tapa peningum sínum í svona lagað, en auðvitað vilja yfirvöld heldur ekki missa sjón af því sem er í gangi í fjármálaheiminum, sérstaklega þegar um svona stórt atriði er að ræða.  Þetta var í raun gott fordæmi sem var sett upp með þessu fyrir önnur lönd því rafmyntarheimurinn er ennþá svo nýr og að mörgu leyti óskilgreindur og í raun óþekkt stærð í hugum flestra ennþá.

Það var hins vegar öllu stærri skjálfti sem reið yfir rafmyntarheiminn þegar Kína hélt svo áfram og ákvað að setja upp viðskiptabann með Bitcoin í Kína, og gaf þegnum sínum frekar stuttan frest til að ganga frá sínum málum. Í ofanálag var kauphöllum í Kína sem versluðu með Bitcoin gert að leggja niður starfsemi. Til að setja punktinn yfir i-ið þá hefur stjórnendum Bitcoin-kauphallana verið bannað að fara úr landi, án þess að vera skilgreint af hverju. Sitt sýnist hverjum en það skal engan undra ef það kæmi fljótlega fram á sjónarsviðið ný rafmynt, sett fram á vegum stjórnvaldanna sjálfra (Kína), og þá miðlægt undir þeirra stjórn sem er væntanlega eina leiðin sem svona lagað gæti á annað borð gengið upp í Kína. Nú þegar hefur verðið orðrómur um að rafmyntin sem kallast Neo (áður Antshares) sé í undirbúningi til að vera tekin inn sem almennur gjaldmiðill í Kína, en margt á eflaust eftir að koma í ljós á næstunni.

En varðandi Bitcoin, þá hefur Kína verið með stærsta hlutann af námugreftri (mining) á Bitcoin (og jafnframt ansi stóran part af Bitcoin-gjaldmiðlinum sem hefur verið gefið út), sem verður áhugavert að sjá hvað verður um. Þegar stjórnvöld Kína lögðu bann við viðskiptum með Bicoin, þá greip um sig töluvert öngþveyti á mörkuðunum þar sem stór hluti þeirra sem átti Bitcoin í Kína, að selja það sem um leið hafði mikil áhrif á gengið á Bitcoin, en á þessu tímabili lækkaði það niður í nálægt $3000 eftir að vera farið að toppa upp í $5000 á sinni ævintýralegu siglingu.  Einmitt út af þessum stærðarhluta í Bitcoin hefur afstaða Kína í gegnum árin stöðugt verið að valda ýmsum markaðs-titringi (volatility) á gengi Bitcoin, mörgum til ama, en nú má segja að margir séu frekar ánægðir að Kína sé loksins búið að láta verða af þessari lokun, því þar með hættir stórt óvissu-spil að hafa þessi óstöðugu áhrif á verðgildi Bitcoin.  Og það verður bara að segjast, að það virðist ekki skipta máli hvaða steinar verða í veginum, alltaf skal Bitcoin jafna sig frekar fljótt og halda áfram enn sterkara.

En hvað varð um alla sem áttu í Bitcoin í Kína?

Ekki virðist áhugi unnenda Bitcoin hafa minnkað við þessar aðferðir Kína, því svo virðist sem meirihluti þeirra viðskipta sem áttu sér stað í rafmyntar-kauphöllum í Kína, hafa færst í staðinn yfir til Japan, sem er núna orðið stærsta sneiðin í heimsviðskiptum Bitcoin (um 50%).  Japan hefur verið að koma meira og meira inn á sjónarsviðið í rafmyntarheiminum og þá sérstaklega þegar stjórnvöld Japan settu ný lög þann 1. apríl 2017 sem lögleiddu notkun Bitcoin sem gjaldmiðils í landinu, en þá var Bitcoin flokkað sem nokkurs konar fyrirframgreiddur gjaldmiðill og þar með varð Japan fyrsta landið til að opna formlega fyrir notkun Bitcoin, og þá alveg inn að innsta kjarna. Japan hefur haldið áfram að taka nýjungum í rafmyntarheiminum opnum örmum og gefið um leið öðrum löndum fordæmi, enda hafa fleiri verið að bætast við í hópinn að lögleiða notkun Bitcoin og þá um leið rutt brautina fyrir aðrar rafmyntir. Á meðan Kína hefur verið að láta loka kauphöllum sem stunda viðskipti með Bitcoin, þá hefur Japan verið að opna fleiri.  Síðustu fréttir herma að Japan sé jafnvel á lokametrunum við að hleypa af stað sinni eigin rafmynt, sem munt kallast J-Coin, og þar með er Japan að ríða á vaðið með að útrýma mynt í föstu formi, eins og fleiri lönd er að vinna í, með framsetningu á eigin rafmynt, t.d. Svíþjóð, Singapore og Kanada.

Vegferð rafmynta um heiminn heldur áfram

Í hverri viku má sjá kynningar á nýjum rafmyntum, sem margar hverjar eru vissulega spennandi og tengd mjög athyglisverðum verkefnum. Hafa ber þó í huga að áður en fjárfest er í nokkru skal skoða vel hvað liggur að baki hverju verkefni, hvort að það nái að uppfylla öll skilyrðin sem sett eru upp til að raunsætt sé að það geti gengið upp. Margir lofa hinu og þessu, og ekki vantar óþreytandi álitsgjafanna sem telja upp kosti og galla hverra myntar. Jafnvel taka margir ansi djúpt í árina og kalla margt svikastarfsemi (sem því miður en líklega óhjákvæmilega leynist inn á milli) en þá þarf líka að skoða hvort að viðkomandi álitsgjafi sé mögulega sjálfur að kynna aðra kosti sem eru miklu betur en hinir og þá um leið að gjaldfella sjálfan sig sem haldbæran álitsgjafa eða dómara á rafmyntum í samkeppni, nema þeir geti rökstutt það fyllilega frá báðum hliðum. Allir verða að bera ábyrgð á sínum eigin fjárfestingum, ásamt varðveislu á sinni eigin rafmynt, í hvaða formi sem hún er.

Heimur rafmynta bíður þín og undir þér komið að kynna þér það sem koma skal.  Orðið „blockchainBlockchain er ný tækni sem er í raun dreifð og tímaröðuð færsluskrá sem er aðgengileg öllum sem tengjast viðkomandj kerfi og geymist ávallt áfram í heild sinni og býður þannig upp á fullkominn rekjanleika. Blockchain tæknin var upphaflega þróuð í tengslum við rafmyntina Bit...“ er að vera sífellt algengara í almennri umræðu og fyrr en varir verður allt í kringum okkur orðið tengt inn á þessa tækni, og þá um leið opin leið fyrir tengingu við rafmynt í einu eða öðru formi.  Það eru mörg tækifæri sem felast í þessu, þó ekki væri annað en að fjárfesta smávegis í nokkrum rafmyntum sem eiga eftir að hækka í margfallt núverandi verðgildi, eins og Bitcoin er nú þegar búið að sýna og sanna. Einnig má finna fjölmörg viðskiptatækifæri og ávöxtunarmöguleika sem tengjast rafmynt, en líklega eru fleiri heldur en færri sem tengjast svikastarfsemi af einhverju tagi, sem þó skal ekki láta koma í veg fyrir að finna þau sem er í lagi með.  Allt skal skoða með gagnrýnum augum ásamt að nýta blessuðu heilbrigðu skynsemina okkar.

 

Ítarefni:

https://charts.bitcoin.com/chart/price

https://cointelegraph.com/news/japan-becomes-largest-bitcoin-market-as-traders-leave-china

https://www.technologyreview.com/the-download/608963/japanese-banks-are-planning-to-launch-j-coin-a-digital-currency-meant-to-kill/

https://www.technologyreview.com/s/608910/governments-are-testing-their-own-cryptocurrencies/