Blockchain er ný tækni sem er í raun dreifð og tímaröðuð færsluskrá sem er aðgengileg öllum sem tengjast viðkomandj kerfi og geymist ávallt áfram í heild sinni og býður þannig upp á fullkominn rekjanleika. Blockchain tæknin var upphaflega þróuð í tengslum við rafmyntina Bitcoin, en hefur síðan verið þróuð áfram fyrir margar mismunandi tegundir kerfa og notkunargildi og það svo vel að gera má ráð fyrir að flest ef ekki öll viðskipta- og gagnakerfi munu byggja á þessari tækni. Að öllum líkindum er kominn fram nýr staðall á markaðinn sem mun á endanum gera aðra sem nýta sér hann ekki, úrelda, nema ef öryggi og rekjanleiki er ekki markmið viðkomandi.