Fyrirlestrar um rafmynt og Blockchain á Haustráðstefnu Advania 8. september

Þann 8. september nk. fer fram Haustráðstefna Advania í Hörpunni. Þarna kemur saman virkilega fjölbreyttur hópur fyrirlesara sem fjalla um mikið af því sem er að gerast í dag á eftirfarandi sviðum: Tækni og öryggi, Nýsköpun, Stjórnun og Breakout. Það sem er hvað athyglisverðast fyrir okkur sem hafa brennandi áhuga á rafmyntDulkóðuð mynt, (einnig kallað rafeyrir eða netgjaldmiðill - cryptocucurrency á ensku), sem er gjaldmiðill hannaður í þeim tilgangi að eiga samskipti með greiðslur á stafrænu formi, tengt vissum grundvallaratriðum dulkóðunar með sérstakri tækni sem kallast á tæknimáli blockch... er að þarna á meðal eru nokkrir fyrirlesarar sem fjalla um málefni sem tengjast rafmynt á einn eða annan hátt.

Fyrirlestrar tengdir rafmynt og Blockchain

Marc Taverner hjá BitFury, verður með fyrirlesturinn BlockchainBlockchain er ný tækni sem er í raun dreifð og tímaröðuð færsluskrá sem er aðgengileg öllum sem tengjast viðkomandj kerfi og geymist ávallt áfram í heild sinni og býður þannig upp á fullkominn rekjanleika. Blockchain tæknin var upphaflega þróuð í tengslum við rafmyntina Bit... fyrir stjórnvöld og fyrirtæki, þ.e. umfjöllun um alþjóðleg Blockchain verkefni á vegum BitFury. Þarna verður eflaust hægt að fá ýmsar hugmyndir um hvernig þessi tækni getur nýtst á mörgum mismunandi sviðum hér á landi, en BitFury bjóða einnig nú þegar upp á ýmsar tilbúnar hugbúnaðarlausnir sem byggja á Blockchain sem væri hægt að nýta á margan hátt, ásamt ýmsum námuvinnslu-lausnum fyrir Bitcoin.

Neha Narula, forstöðumaður rannsóknarsetursins Digital Currency Initiative hjá MIT á sviði rafmynta og Blockhain, verður með fyrirlesturinn Peningar framtíðarinnar. Þar mun hún fjalla um hvaða hlutverk rafmynt mun gegna og samband þess við raunhagkerfið, eins og hvað myndi gerast ef bankar væru ekki til staðar. Neha er sannarlega ein af leiðandi álitsgjöfum um rafmynt og Blockchain tæknina og hefur haldið fyrirlestra á vegum TED um það efni.

Colin I‘Anson, HPE, tekur fyrir IoT (Internet of Things / Netvæðingu hluta) sem er í miklum vexti um allan heim, og gagnavinnslu og tækniumhverfi sem þetta kallar á.  Það er nokkuð ljóst að rafmynt á eftir að verða stór þáttur í IoT, enda eru nú þegar komnar í gang nokkrar rafmyntir sem eru sérstaklega hannaðar fyrir notkun í IoT (t.d. Iota og Eot).

Lars Aase, Advania Mobile Payments, með fyrirlesturinn Eitt veskiSérhæfður búnaður til að geyma rafmynt. Hægt að fá bæði í sem hugbúnað  (í snjallsíma, tölvur eða reikning hjá netþjónustu) eða sem tækjabúnað (hardware wallet) til að geyma rafmynt í óháð internetinu og þar með oft notaður til að tryggja meira öryggi í inneignar... eða þúsund öpp? Þarna verður farið yfir ýmsar nýjar stafrænar greiðsluleiðir, og þá sérstaklega varðandi aðkomu söluaðila.  Sýnd verður tölfræði um stöðuna á markaðnum, hver þróunin er og hvernig hægt er að nýta sér þetta á hagkvæman hátt.

… og eflaust fleiri sem koma inn á blockhain tæknina á einn eða annan hátt.

Lifandi viðburðir

Það er ekki oft sem okkur á Íslandi býðst að berja berum augum þá sem eru leiðandi í umræðum tengdum rafmynt og því frábært tækifæri fyrir okkur núna eða geta mætt á þennan viðburð og jafnframt hitt og spjallað við aðra sem hafa brennandi áhuga á rafmynt, Blockchain, valfrelsi, og möguleikum nú- og framtíðar.

Ennþá eru hægt að fá miða á ráðstefnuna en þó fer hver að verða síðastur að tryggja sér sæti.
Einnig er hægt að fá hóp-afslátt fyrir 5 eða fleiri.

Nánari upplýsingar og skráning hér.