Frítt Bitcoin-námskeið

Á meðan við fylgjumst með verðgildi Bitcoin að hækka svo til á hverjum degi, þá eru sífellt fleiri að vakna til vitundar um það að þetta sé kannski eitthvað sem vert er að skoða betur, og jafnvel að taka þátt í að einhverju leyti. En það getur verið frekar torfærið fyrir marga að koma sér af stað, þar sem mikið í rafmyntar-heiminum einkennist af ýmis konar mis-flóknum tæknilegum atriðum og margt sem getur verið frekar framandi að eiga við.

Til að auðvelda þessi fyrstu skref, þá settum við saman námskeið í nokkrum grunn-atriðum sem henta byrjendum vel að komast í gang. Námskeiðið er frítt en mælst er þó til að nafn og netfang sé skráð þegar beðið er um það. Námskeiðið er í formi myndbanda þar sem allt er sýnt og útskýrt á einfaldan hátt (eins og hægt er;) sem áhorfandinn getur fylgt eftir á sínum eigin hraða og getu, á hvaða tíma sem er.

Þegar námskeiðinu er lokið (ef öll atriðin eru framkvæmd) þá hefur þátttakandinn sett upp sitt eigið rafræna veskiSérhæfður búnaður til að geyma rafmynt. Hægt að fá bæði í sem hugbúnað  (í snjallsíma, tölvur eða reikning hjá netþjónustu) eða sem tækjabúnað (hardware wallet) til að geyma rafmynt í óháð internetinu og þar með oft notaður til að tryggja meira öryggi í inneignar..., með sína eigin inneign af Bitcoin, sem að öllum líkindum heldur áfram að hækka og hækka!

Smelltu hér til að fara á námskeiðið og sjáðu hvernig þetta er allt gert – í boði myntfrelsi.is.