Bitcoin komið yfir $6000

Eins og margir hafa beðið eftir, haldandi niðri í sér andanum, eins ótrúlega og það hljómaði einhvern tímann, þá hefur verðgildið á Bitcoin núna komist upp yfir $6000. Þrátt fyrir allt það sem á undan hefur gengið þá heldur Bitcoin áfram að berja af sér allt sem er sent í veg fyrir það. Góð teflon húðun það. Það var altalað í rafmyntarheiminum fyrir ekki svo löngu síðan þegar Jamie Dimon, forstjóri hjá JP Morgan Chase, talaði niður Bitcoin eins og engin væri morgundagurinn, kallaði það svindl og að það væri engin framtíð í því og að hann myndi segja upp öll þeim sem væru uppvísir að því að gera viðskipti með Bitcoin hjá JP Morgan. Honum láðist hins vegar að segja að hann væri sjálfur að gera viðsktipi með Bitcoin beint í kjölfarið þegar hann náði með þessum yfirlýsingum að hafa talsverð en þó tímabundin lækkunaráhrif á gengi Bitcoin. Hmmmm.  Ýmsir samstarfsmenn hans komu fram og sögðust hafa beðið hann að tala ekki meira um neitt varðandi Bitcoin, þar sem hátt settur aðili eins og hann virtist ekki vera að tala um þetta á ábyrgan hátt. Ekki batnaði það þegar hann nokkrum vikum síðar kallaði alla þá vitlausa sem myndu fjárfesta í Bitcoin.

Bitcoin vs bankastofnanir

Ýmsir hafa haldið fram að banka- og fjármálastofnanir hræddust Bitcoin og gerðu því ýmislegt til að setja steina (fjöll) í götu þess. Samt eru fréttir af því að þessar sömu stofnanir séu að fjárfesta í Bitcoin. John McAfee kom fram fljótlega eftir þetta og svaraði fullum hálsi og rak rökin hans Dimon til baka, og leyfði sé meira að segja að halda því fram að Bitcoin eigi eftir að komast upp í $500.000 á næstu þremur árum.

Nú nýlega kom fram Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og lýsti því yfir að Bitcoin og rafmyntir sem slíkar myndu gjörbylta fjármálaheiminum og að það ætti alls ekki að líta framhjá því sem er að gerast í dag og ítrekaði að fjármálastofnanir þyrftu að aðlaga sig að þeim áhrifum sem rafmyntirnar eru byrjaðar að hafa á fjármálamörkuðunum.

Misstir þú af Bitcoin?

Með þessum stórkostlegu hækkunum á Bitcoin hugsa eflaust margir fjárfestar með sér að nú sé orðið allt of seint að taka þátt í „gullæðinu“, þ.e. að fjárfesta af einhverju viti í Bitcoin.  Vissulega er best að geta hitt á rafmyntDulkóðuð mynt, (einnig kallað rafeyrir eða netgjaldmiðill - cryptocucurrency á ensku), sem er gjaldmiðill hannaður í þeim tilgangi að eiga samskipti með greiðslur á stafrænu formi, tengt vissum grundvallaratriðum dulkóðunar með sérstakri tækni sem kallast á tæknimáli blockch... sem er ennþá að komast í gang og hægt að kaupa á verðgildi undir $1 og horfa á gengishækkun margfalda verðgildi fjárfestingarinnar. En, gerum okkur samt grein fyrir því að það er ekki lengra síðan að fyrir ári síðan var verðgildið á Bitcoin um $630.   Síðastliðið sumar var það um $2500. Núna $6000. Hvað eftir ár? 5 ár? 10?

Það gæti verið vel þess virði að kaupa allavega smá skammt af Bitcoin, og nokkrum öðrum rafmyntum sem þér líst á eftir smá rannsóknarvinnu, og dreifa þannig áhættunni en um leið búa sér vel í haginn fyrir komandi tíð, því Bitcoin er aðeins fyrsta rafmyntin af eflaust mörgum öðrum sem eiga eftir að hækka ansi vel á næstu árum. Góð fyrirhyggja að setja ekki öll eggin í sama hreiður. Eða hvað? Hvað finnst þér?

 

Ítarefni:

https://www.cnbc.com/2017/09/12/jpmorgan-ceo-jamie-dimon-raises-flag-on-trading-revenue-sees-20-percent-fall-for-the-third-quarter.html

https://www.cnbc.com/video/2017/09/13/john-mcafee-claims-bitcoin-is-headed-to-500k.html

https://news.bitcoin.com/cryptocurrencies-expected-to-cause-massive-disruptions-imf-managing-director/

https://charts.bitcoin.com/chart/price

https://www.cryptocompare.com/coins/btc/overview/USD