Bitcoin á fljúgandi ferð – nú komið yfir $4700

Í gær náði verðgildi Bitcoin að komast tímabundið yfir $4700 hjá nokkrum kauphöllum – sögulegt hámark! Og nú aftur í dag og það virðist haldast þar jafnvel enn betur, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem er frá price.bitcoin.com.

Hversu hratt þegar heldur svona áfram veit enginn, en miðað við það sem á undan er gengið þá virðist ekkert vera að hægja á þessu.  Svo til á hverjum degi koma tilkynningar utan úr heimi þar sem verið er að samþykkja Bitcoin, eða notkun einhverra rafmynta, í viðskiptalífi viðkomandi lands, hjá stofnunum, fyrirtækjum, fjárfestum og jafnvel bönkum og stjórnsýslu. Margir sem hafa hingað til litið á þetta sem einhverja bólu eins og internetið (eða.. ekki) eiga sífellt erfiðara með að líta framhjá því hvaða áhrif þetta er að hafa í för með sér.

Það sem er sérstaklega athyglisvert með þessu er að almenningur, og þar af margir hverjir í heiminum sem hafa ekki einu sinni haft færi á að hafa sinn eigin bankareikning, eru núna að öðlast raunverulegt tækifæri til þess að vera með sitt eigin reikning með nothæfa innistæðu sem er hægt að notast við víðast hvar í heiminum.  Enn þann dag í dag er þó talsvert flókið fyrir marga að skilja hvernig þetta allt virkar og hvað þá hvernig á að byrja.

Núna hefur verið sett saman einfalt byrjunar-námskeið í Bitcoin þar sem þátttakendur læra hvernig á að setja upp sitt eigið veskiSérhæfður búnaður til að geyma rafmynt. Hægt að fá bæði í sem hugbúnað  (í snjallsíma, tölvur eða reikning hjá netþjónustu) eða sem tækjabúnað (hardware wallet) til að geyma rafmynt í óháð internetinu og þar með oft notaður til að tryggja meira öryggi í inneignar..., og fá sér sitt eigið Bitcoin. Efnið er sett fram á einfaldan hátt (eins og hægt er) í myndbandaformi þar sem allt er sýnt á skjánum ásamt útskýringum (á mannamáli að mestu) sem hægt er að fylgja eftir skref fyrir skref, á þeim hraða sem hentar hverjum og einum.

Námskeiðið er frítt í boði myntfrelsi.is og er öllum áhugasömum velkomið að taka þátt – núna!

Smelltu hér til að fara á námskeiðið.