Auroracoin er gjaldmiðill sem er óháður bankakerfinu og hefur sjálfstætt verðgildi. Ólíkt hefðbundnum gjaldmiðlum geta bankar ekki búið til Auroracoin að vild. Auroracoin hefur fast peningamagn sem styður við verðgildi gjaldmiðilsins og vinnur gegn verðbólgu.

Eins og aðrar rafmyntir er hægt að senda greiðslur með Auroracoin hvert sem er á öruggan hátt.

Nú þegar hafa fjölmargir íslendingar fengið sér veskiSérhæfður búnaður til að geyma rafmynt. Hægt að fá bæði í sem hugbúnað  (í snjallsíma, tölvur eða reikning hjá netþjónustu) eða sem tækjabúnað (hardware wallet) til að geyma rafmynt í óháð internetinu og þar með oft notaður til að tryggja meira öryggi í inneignar... fyrir Auroracoin og geta stundað viðskipti með það.

Söluaðilum á Íslandi er einnig boðið sérstaklega að byrja taka við þessum gjaldmiðli fyrir vörur og þjónustu en það mun verða sívaxandi þörf og eftirspurn eftir því.

Ítarlegri umfjöllun er í vinnslu en það ættu allir áhugasamir íslendingar að huga gaumgæfilega að Auroracoin en það er tengt sterkum böndum við Ísland nú þegar.

Sjá nánari upplýsingar hjá heimasíðu auroracoin á Íslandi en þar er einnig hægt að sækja veski.

ISX er íslensk kauphöll þar sem hægt er að kaupa og selja AUR.

 

Athyglisverðar greinar á aurarad.is

Hvað er Auroracoin?
Verðmyndun og hagfræðileg áhrif Auroracoin
Af hverju hentar Auroracoin á Íslandi
Kostnaður við greiðslumiðlun á Íslandi
Betra peningakerfi eða Auroracoin
Hvernig færi ég AUR frá pappírsveski?
Öryggi Auroracoin tryggt með stærðfræði að vopni
Notendaöryggi og ábyrgð í meðferð Auroracoin
Algengar spurningar